top of page

Rauðir úlfar: 5 staðreyndir sem þú þarft að vita um sólaröryggi

  • Hrönn Stefánsdóttir
  • Apr 24, 2022
  • 3 min read



Stöðugt koma fram nýjar upplýsingar um D-vítamín, húðkrabbamein og sólarvarnarstuðull (SPF) í sólarvörn. Málefni sem tengjast sólinni eru sérlega mikilvæg fyrir fólk með rauða úlfa (lupus). Hér eru fimm staðreyndir sem hjálpa þér að vera öruggari í sólinni.


  1. UV geislar eru ekki allir eins. Þegar við tölum um sólarljós er í raun átt við útsetningu fyrir útfjólublári (UV) geislun. UV-A og UV-B eru þær tegundir geisla sem oftast komast í gegnum ósonlagið og ná til jarðar. UV-B geislar eru styttri og valda sólbruna og geta skemmt húðfrumur. UV-A getur kallað fram einkenni í húð, og valdið köstum hjá fólki sem er með rauða úlfa (SLE). UV-A geislar eru er lengri og geta farið dýpra inn í miðlag húðarinnar og geta valdið langvarandi skemmdum. UV geislar eru sterkari þar sem ósonlagið er þunnt, og þeir komast til jarðarinnar þó það sé skýjað og maður upplifi ekki sólarljósið.

  2. UV viðbrögð geta tekið á sig margar myndir. Fólk með rauða úlfa þarf að vera meðvitað um UV ljósnæmi. „Ljósnæmi getur valdið kerfisbundinni svörun, eins og ógleði, kuldahrolli, hita, jafnvel liðverkjum eða að þú sért viðkvæmari fyrir að sólbrenna. Stundum geta ljósnæmisviðbrögðin þó ekki verið sýnileg og koma ekki alltaf strax fram. UV-A geislar geta haft áhrif mótefni í blóði án þess að valda sólbruna eða öðrum ytri merki um útsetningu. Þú veist ekki endilega hvenær skaðinn hefur orðið fyrr en það er of seint.

  3. Það er ekkert til sem heitir „örugg“ sólbrúnka frá UV-geislum. Ein hættulegasta goðsögnin um útfjólubláa geisla er að skemmdir eigi sér stað aðeins eftir sólbruna. Hugmyndin um að „grunnbrúnka“ muni koma í veg fyrir bruna og þar af leiðandi koma í veg fyrir veikindi er ekki rétt. Ljósabekkir, sem nota UV-A geisla, eru sérstaklega hættulegir. Best er að fá lit á húðina með því að nota brúnkuvörur. Hægt er að nota farða eða brúnkukrem sem lita húðina tímabundið. En mundu: „brúnkan“ sem þú færð með þessum vörum veitir ekki UV-vörn.

  4. D-vítamín þarf ekki að koma frá sólinni. Fólk með rauða úlfa þarf að vera meðvitað um að fá nóg D-vítamín. UV-B geislar sólar eru nauðsynlegir fyrir líkamann til að búa til D-vítamín, þannig að ef þú notar sólarvörn eða fatnað sem dregur úr útsetningu fyrir UV-B, minnkar þú D-vítamínið sem líkaminn framleiðir. Til að mæta daglegri D-vítamínþörf þinni án þess að eyða meiri tíma í sólarljósi getur þú borðað mat sem inniheldur D-vítamíni eða tekið inn D-vítamín. Fyrir flesta mælir Alþjóða heilbrigðisstofnunin með 600 alþjóðlegum einingum (ae) á dag, þó að læknar gæti mælt með allt að 1.000 ae.

  5. Til að verjast UV- geislum þarf að hugsa um fleira en sólarvörn. Sólin er aðaluppspretta UV-geisla utandyra, en UV geislar geta líka haft áhrif á þig innandyra og í bílnum. Mesta hættan er oft þegar sólin skín í gegnum gluggann. Þó að glerið hindri UV-B geislana, kemst stærsti hluti UV-A geislanna í gegn. Litafilmur í rúðum minnkar magn geisla sem kemst í gegnum rúðurnar og er hægt að fá sólarfilmur bæði í bílrúður og gluggafilmur fyrir heimili, en strangar reglur eru um notkun slíkra filma í framrúðum bifreiða.

Það getur verið erfiðara að koma auga á aðrar UV uppsprettur. Nýrri flat- tölvu- og sjónvarpsskjáirnir gefa ekki frá sér geislun en eldri gerðir gera það. Stærra áhyggjuefnið er innanhúslýsing. Halógen- og flúrljós gefa frá sér meiri geislun en glóperur. Ef peran er óvarinn, sérstaklega halógenpera, getur fólk sem er ljósnæmt orðið fyrir áhrifum UV geislanna ef það er innan við metra frá henni. Hægt er að blokka UV geislanna algjörlega með plasthlífum yfir perunum.


Þú getur verndað þig best með blöndu af eftirfarandi:

  • klæðast fötum með innbyggðri sólarvörn, ásamt því að nota barðastóra hatta og sólgleraugu.

  • nota sólarvörn rétt og stöðugt (sólarvarnir með efninu Mexoryl virka best gegn UV-A geislum, en mikilvægt er að velja vöru sem veitir vörn bæði gegn UV-A og UV-B geislum)

  • reynið að vera ekki úti þegar sólin er hæst á lofti og reynið frekar að skipuleggja útivist snemma á morgnana og seint í eftirmiðdaginn og leitist við að vera í skugga þegar mögulegt er

Höfundur: Hrönn Stefánsdóttir


Comments


Post: Blog2_Post

©2022 by Lupushópur Gigtarfélagsins. Proudly created with Wix.com

bottom of page