Lupushópur Gigtarfélags Íslands
Áhugahópur um rauða úlfa
Lupushópur Gigtarfélagsins
Lúpushópur Gigtarfélagsins hefur starfað frá febrúar 2012. Hópurinn hittist reglulega á fundum annað hvort í húsnæði Gigtarfélagsins í Ármúla eða á netfundum. Covid 19 setti strik í reikninginn undanfarin ár og hefur starfið einkum fram í gegnum lokuðu Facebook grúppuna. Það getur verið gagnlegt að hafa samband við stuðningshópa til að ræða málin við aðra í sömu stöðu, Lupushópurinn starfar á vegum Gigtarfélagsins og hann opinn fyrir alla sem leita til félagsins. Við erum með lokaðan hóp á Facebook sem sést ekki í leit á Facebook og getur fólk gerst meðlimir í hópnum okkar með því að senda okkur vinabeiðni á Facebook eða haft samband við Gigtarfélagið.
Þegar fólk greinist með sjaldgæfan sjúkdóm eins og lúpus getur verið erfitt að afla sér upplýsinga um sjúkdómin og átta sig á hvaða áhrif sjúkdómurinn mun hafa á lífið. Þegar kemur að greiningu á flóknum sjúkdómi eins og lupus þá getur sjúkdómsgreiningin í sumum tilvikum tekið mörg ár. Margir búnir að vera mikið veikir lengi áður en þeir fá loksins greininguna og eru jafnvel komnir á þann stað að eiga erfitt með að stunda vinnu. Sjúkdómurinn er greindur meðal annars með blóðrannsókn. Með lyfjagjöf er hægt að bæta lífsgæði fólks mikið og í flestum tilvikum er hægt að ná virkni hans niður þannig að fólk getur lifað góðu lífi.
Formaður hópsins er Hrönn Stefánsdóttir og María Magdalena Olsen er meðstjórnandi.